PB75-2614/1 Kerra
PB75-2614/1 Kerra
Fullkomin kerra sem er hönnuð fyrir léttar framkvæmdir, garð- eða heimilisstörf.
Góð til flutnings á timbri, múrsteinum, jarðvegi, plöntum og öðru.
Hafðu samband í síma 787 6660 eða á netfangið horkukerrur@horkukerrur.is fyrir frekari upplýsingar
🐘 750kg leyfð heildarþyngd
📏 2609mm x 1384mm innanmál
📏 350mm há skjólborð
💪 Beisli er soðið en ekki skrúfað sem gerir hana sterkari
✅ Nefhjól fylgir kerrunni
✅ Sex bindikrókar í gólfi
✅ Öruggt gólfefni sem er vatnshelt og stöðugt
✅ Kerran er galvaniseruð sem eykur endingu
✅ Auðvelt er að taka öll skjólborðin af, sem eykur notagildi
Fullkomin kerra fyrir allar helstu framkvæmdir sem þú þarft fyrir sumarhúsið og heimilið. Hún hentar vel fyrir flutninga á efnivið eins og til dæmis spónaplötur, gipsplötur, steinull, múrsteina, grús og að sjálfsögðu í rusla ferðina. Öruggt gólfefni sem er vatnshelt og stöðugt. Kerran hentar einnig vel fyrir flutning á lengra timbri heldur en innanmálið sjálft þar sem auðvelt er að taka allar hliðar af henni og binda niður á hana. Það fylgja ekki sliskjur með kerrunni en lítið mál er að flytja hefðbundið fjórhjól eða snjósleða á kerrunni.
Það eru 6 augu í botninum á kerrunni, 3 á hvorri hlið, þannig að auðvelt er að binda vel og örugglega á hana. Nefhjól fylgir kerrunni sem er hentugt þegar maður þarf að taka hana aftan úr með þyngd á kerrunni. Auðvelt er að draga kerruna aftan í fólksbíl jafnt sem jeppa. Kerran er galvaniseruð sem gerir hana mjög endingargóða við íslenskar aðstæður.
Mikill kostur er að hún er með heilsoðna grind sem gerir hana enn sterkari enda Hörku kerra. Helsti kosturinn við að hafa kerru með skráða heidarþyngd uppá 750kg aðeins á einum öxli er hversu meðfærileg hún er. Oft vill maður geta ýtt kerrum á handafli til dæmis inn í garð þar sem maður kemur ekki bíl að og þá er einnig gott að geta hallað henni sem er mun meira mál á tveimur öxlum.